Brosandi skaltu ganga

Brosandi skaltu ganga þinn veraldarveg ef von þín er traust og ætlunin frambærileg. Ekki skaltu með andvörpum ryðja þér leið. Ánægja þín á að vígja þitt baráttuskeið. Daglætin renni sem dáðir í göngunnar sjóð. Dagmálagleðin skal semja þitt kvöldvökuljóð. Guðmundur Ingi Kristjánsson, 9. janúar 1985

Continue reading

Vestfjarðavegur

Vegir hækka, vegir lengjast, vegum nýjum héruð tengjast. Réttir ungur aðra hönd Ísafjörður Barðaströnd. Þar sem Mjólká magn sitt breiðir mönnum opnast nýjar leiðir, yngist sál og auðgast jörð eftir nýja vegagjörð. Hér er brautin byggð af snilli, bræðravegur sýslna milli. Stendur opin auð og greið Ísfirðingum suðurleið. Þeir sem …

Continue reading